Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir landsliðmenn lenda í áflogum á knattspyrnuvellinum en það gerðist í gær.
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið í æfingaleik í gær. Jóhann spilar með liðinu Burnley og keppti liðið á móti Real Betis, sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði 1-1 en stærsta stund leiksins er án efa þegar leikmaðurinn Luiz Felipe tæklaði Jóhann Berg og virtist Jóhann Berg sparka í áttina á Felipe í framhaldinu. Hann kunni svo sannarlega ekki að meta það og rauk að Jóhanni, sem nú var staðinn upp, og skallaði hann í hausinn og ýtti honum svo.
Báðir menn fengu í framhaldinu rautt spjald og hægt er að sjá átökin hér fyrir neðan
Luiz Felipe & Gudmundsson Double Red Card Fight | Real Betis vs Burnley pic.twitter.com/tS38xMFJ4p
— VISÃO (@VisaoHD) July 28, 2023