Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Myndband: Pabbi Ásmundar stefnir bróður sínum í háska með gröfu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi fyrst frá þá hafa ríkt harðar fjölskyldudeilur í Dalabyggð vegna umsvifa og gjörða Daða Einarssonar og sonar hans, Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra. Deilt er um jörðina Lambeyrar sem var í eigu átta systkina, afkomenda Einars Valdimars Ólafssonar.

Skúli Einarsson, bróðir Daða, er eitt syskinanna sem leystu til sín jörðina. Eftir að deilur hafa staðið árum saman ákváðu dætur hans að grípa til þess örþrifaráðs að stofna hlaðvarp til þess að lýsa sinni hlið á málinu. Nafn hlaðvarpsins er Lömbin þagna ekki. Systurnar þrjár rekja þar atburðarás sem er vægt sagt mögnuð og hlaðin ógnarviðburðum og áhugaleysi yfirvalda. Lýst er innbroti Ásmundar Einars í íbúðarhús á jörðinni. Þá segir frá því að hlassi af skít var sturtað við húsið og reynt að grafa vatnslagnir í sundur.

Nú hafa þær systur birt myndband sem þær segja að sýni Daða Einarsson, föður Ásmundar Einars, og Valdimar Einarsson grafa vatnleiðslur í sundur. Í myndbandinu, sem Skúli faðir þeirra systra tekur upp, er talað á niðrandi máta til Skúla og hægt að færa rök fyrir því að hann sé í hættu meðan myndbandið er tekið upp.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan:

 

- Auglýsing -

 

Í tilkynningu til fjölmiðla segja systur eftirfarandi:

„Þeir Daði og Valdimar koma með stóra gröfu sem við vitum ekki hvort þeir hafi réttindi á. Númerið á gröfunni var flett upp og þá kom í ljós að hún var í eigu Arion banka og skráð á Þverholt ehf., sem er eitt af mörgum félögum Daða sem hefur farið á hausinn. Þá byrja þeir að grafa upp túnin og markmiðið var að slíta upp vatnsveitu. Stoppa vatnið þannig að það færi ekkert vatn á Nýju Lambeyra, þetta var fyrsta helgin sem leigjendur voru í húsinu það sumar. Það er fátt sem þeir þola verr en þegar húsið er í leigu. Þeir finna ekki hvar leiðslan er og byrja að grafa á fullu. Faðir systranna heyrir af þessu, kemur og fer ofan í skurðinn. Faðirinn er djúpum skurðinum. Daði er á gröfunni og Valdimar til hliðar. Þeir töluðu mikið niður til pabba. Fólk sem sá video-ið varð reitt.

- Auglýsing -

Þeir grófu ekki á meðan pabbi fórnaði sjálfum sér til að reyna að stoppa þá. Enginn hafði beðið þá um að gera þetta. Pabbi okkar var dauðþreyttur, þetta ástand stóð yfir í margar klukkustundir því þeir fundu ekki vatnsleiðsluna. Bóndi úr dalnum kom og reyndi að tala um fyrir þeim, en þeir héldu bara áfram. Það var hringt á lögregluna í byrjun og þeir sögðu, „Við komum ekki nema það verða líkamsmeiðingar“. Það eru lög fyrir vatnsveitur – þær er mjög ólöglegt að skemma. Pabbi hringdi í lögreglustjórann í Borganesi og þá sagði hann „Við ætlum bara að kæra þig fyrir að vera trufla störf lögreglunnar með öllum þessum tilkynningum“. Kannski tengjast þessi orð eitthvað þeim ítökum sem að Ásmundur hefur í Borganesi. Pabbi okkar tók vel í það að hann yrði kærður því þá yrði framganga lögreglunnar rannsökuð, en þá bakkaði lögreglan með það og sagði “nei nei, við förum ekkert að gera það”.

Daði og Valdi ljúga að frænda sínum (Daði Guðbjörnsson listmálari) sem var í húsi á svæðinu (Dönustöðum) að þeir væru að laga dælu. Það er engin dæla á þessum stað og því auðvelt að sanna að þeir voru að ljúga. Föðursystir okkar reyndi að útskýra það en Daði Guðbjörnsson neitaði að hlusta á hana. Í lok var svo þetta gert við á kostnað Lambeyrasystra. Það var fólk í húsinu og systur hans pabba og þau fóru með vatn í fötu til þeirra en þau fóru fyrr og fengu endurgreitt.

Lambeyrasystur löguðu vatnsveituna en Dönustaðafólkið heldur að við séum bara að ljúga og þeir hafi verið að gera við dælu þegar það er engin dæla. Þetta atvik var kært.

Lögfræðingarnir okkar undra sig á af hverju öll mál taka svona langan tíma.

Dómskerfið er samt eitthvað að standa í lappirnar. Flest mál sem ná að fara fram falla okkur í vil. En lögreglan gerir ekki neitt og streitist við að taka við kærum. Á meðan kærur eru í ferli, halda þeir áfram að skemma, svo að kærur laga ekki ástandið.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -