„Mætti þessu í Hvassaleiti í morgun!!!,“ segir Stella nokkur, íbúi í Smáíbúðahverfinu í færslu í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar birtir hún jafnframt myndbandi sem hún náði af dýrinu sem hún mætti og má þar sjá myndarlega rottu á ferðinni í Hvassaleitinu.
Myndbandið finnur þú neðar í fréttinni en þar má einnig sjá forvitinn kött vafra í kringum rottuna án þess að þora að aðhafast nokkuð. Á meðan sumir hverfisbúa dást að báðum dýrunum eru mörgum þeirra brugðið við að sjá stærð rottunnar. „Þvílíkt flykki. Viðbjóður!,“ segir einn íbúanna.