Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

MYNDIR – Kóresk farþegaþota rakst á vél Icelandair á Heathrow – 70 nemendur Versló um borð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kóresk farþegaþota rakst utan í Boeing 767 farþegavél Icelandair nú í kvöld þegar báðar vélarnar voru leið að flugstöðvarbyggingunni á Heathrow flugvelli. Skemmdir urðu á íslensku farþegavélinni við áreksturinn og neyðarsveitir flugvallarins ræstar út vegna atviksins.

Frá þessu er greint í Dailymail en áreksturinn átti sér stað um klukkan 20 í kvöld. Enginn slasaðist í árekstrinum.

Ljóst er að einhverjar skemmdir eru á vélinni og verið er að vinna í því hvernig eigi að flytja þá sem áttu að fljúga með vélinni aftur til Íslands.

Meðal ferðalanga í vélinni eru um það bil sjötíu nemendur Verzlunarskóla Íslands eru á leiðinni í ferð sem er hluti af enskuáfanga í skólanum. Þau segjast fá litlar upplýsingar um hvað þau eigi að gera en þau hafa enn ekki fengið töskurnar sínar afhentar.

- Auglýsing -

„Við fundum alveg fyrir þessu en það er enginn slasaður. Svo veit maður aldrei. Við erum dálítið pirruð. Það er enginn að heyra í ykkur. Við fengum að fara úr flugvélinni áður en lögreglan kom. Þetta lítur ekki út fyrir að vera mikið en okkur var sagt að þetta væri crime scene, þess vegna fengum við ekki töskurnar,“ segir einn nemendanna sem var farþegi í fluginu í samtali við Vísi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af vettvangi:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -