Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Myrti elskhuga fyrrum eiginkonu sinnar á Sæbraut: „Hann ætlaði greinilega að ganga frá okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Laust fyrir hádegi þann 29 maí árið 2007 barst lögreglu tilkynning sem skotárás á Sæbraut í Reykjavík. Síðar kom í ljós að þar var um 38 ára gamlan árásarmann sem skaut mann á sama aldri með riffli. Fórnalambið reyndi að flýja af vettvangi á sendibíl en lést stuttu síðar af sárum sínum. Ástæða árásinnar var sögð vera sú að hinn myrti hafi stuttu áður hafið ástarsamband við fyrrverandi eiginkonu árásarmannsins.

„Lögreglu barst tilkynning klukkan 11.42 um að maður hefði orðið fyrir árás á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar og lægi særður við sundlaugarnar í Laugardal. Lögregla fékk strax upplýsingar um að um skotárás væri að ræða og að hinn særði væri með skotsár vinstra megin í brjóstholi,“ sagði í frétt Fréttablaðsins.

„Það sá ekkert á manninum þegar ég tók hann upp í en svo fór blóðið að fossa úr honum í stríðum straumum. Þegar ég leit upp og sá árásarmanninn hlaða riffilinn fyrir framan bílinn áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Hann ætlaði greinilega að ganga frá okkur. Ég gaf í skíthræddur, og var alveg sama þótt ég hefði keyrt yfir hann í leiðinni.“ sagði Eiríkur Eiðsson sendibílstjóri í samtali við Fréttablaðið eftir morðið. Eiríkur var á vettvangi árásarinnar og kom að fórnalambinu stórslösuðu. Hann tók manninn upp í sendibíl sinn og ók með hann að Laugardalslaug þar sem hringt var á sjúkrabifreið. Maðurinn lést á slysadeild Landspítalans.

Hinn myrti var að skipta um hjólbarða á bíl sínum þegar árásarmaðurinn kom að honum og skaut einu skoti úr 22 kalibera riffli í brjóst mannsins. Árásarmaðurinn flúði á Þingvelli þar sem hann svipti sig lífi með morðvopninu. Hann skyldi eftir sig bréf sem ætlað var lögreglu og staðfesti hann þar tengsl mannana og játaði morðið. Hvorugur mannana hafði áður komið við sögu lögreglu. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -