Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Myrti nágranna sinn með slökkvitæki: „Það er hálfur bærinn á eftir honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórarinn Gíslason hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi komið að  nágranna sínum, Borgþóri Gústafssyni meðvitundarlausum og blóðugum. Þórarinn sagði lögreglu að hann hafi ekki haft nokkuð að gera með áverka Borgþórs en að hann gruni nágrannakonu þeirra. Þetta var þann 7. október árið 2007 og var Þórarinn samdægurs dæmdur í gæsluvarðhald, grunaður um morðið á nágranna sínum.

Borgþór Gústafsson fannst meðvitundarlaus í húsnæði sínu við Hringbraut 121. Hann lá alblóðugur í rúmi sínu og við hlið hans var slökkvitæki. Þórarinn, sem kom að honum í rúminu var nágranni Borgþórs. Að sögn Þórarins höfðu þeir setið saman við drykkju um nóttina og fram á morgun. Klukkan 13.30 hringdi Þórarinn í neyðarlínu en sagðist ekki hafa ollið nágranna sínum neinum skaða. Fljótt fór lögreglu að gruna Þórarinn og var hann handtekinn samdægurs.

„Þórarinn var yfirheyrður af lögreglu daginn eftir voðaverkið. Hann sagðist alsaklaus af verknaðinum og kvaðst hafa setið við drykkju með Borgþóri frá því á laugardeginum. Um hádegisbil á sunnudeginum hafi Borgþór svo gengið til náða. Sjálf- ur hafi Þórarinn farið til síns heima og haldið áfram að drekka. Fjörutíu mínútum seinna hafi hann svo kom- ið aftur heim til Borgþórs. Þá hafi hann legið blóðugur í rúminu. Við hlið hans hafi verið slökkvitæki sem hann hafi ýtt frá. Þórarinn segist hafa fengið á sig blóðbletti við það að taka um höfuð Borgþórs til þess að opna öndunarveginn og fullyrðir að blóðblettir heima hjá honum hafi komið til þegar hann fór þangað í fylgd lögreglu.“ (DV, 16.október 2007)

Var í hættu á að missa húsnæðið

Allar íbúðir hússins voru í eigu Félagsbústaða Reykjavíkurborgar og voru flestir íbúanna óreglufólk. Borgþór átti í hættu á að missa húsnæðið en hann var sagður hafa gert íbúðina að hálfgerðu fíkniefnagreni.

„Eftir ítrekaðar kvartanir ná­ granna kröfðust Félagsbústaðir þess að Borgþór yrði borinn út. Málið fór fyrir dómstóla og kvað héraðsdómari upp úr að Borgþór skyldi áfram vera í íbúðinni vegna þess að hann hefði aðeins fengið eina formlega viðvörun. Samkvæmt leigusamningi þurfti hins vegar tvær.“ (DV, 9.október 2007)

- Auglýsing -

„Það er hálfur bærinn á eftir honum og fólk kemur til hans bæði dag og nótt. Ef hann er ekki heima fer það bara inn um svaladyrnar. Nú er hann dáinn, blessaður,“ sagði Georg Viðar Björnsson í samtali við DV en hann var húsvörður Hringbrautar 121.

Borgþór átti við fíkni og geðvanda að stríða. Sakaferill náði frá árinu 1983 til dauðadags og var hann dæmdur þrjátíu sinnum fyrir brot á hegningarlögum. Flestir dómanna voru fyrir þjófnað en hann var einu sinni dæmdur fyrir líkamsárás.

Blóðferlar rannsakaðir

- Auglýsing -

Vandvirk rannsókn var gerð á vettvangi morðsins við Hringbraut 121. Skoðun blóðferla leyddi í ljós að þeir hafi orðið við mikið högg en Þórarinn sagði félaga sinn hafa hóstað upp blóði.

Við aðalmeðferð málsins kom fram að blóðug föt hefðu fundist inni hjá hinum ákærða en hann skýrði það á þá leið að hann hlyti að hafa þurrkað sér í þau eftir að hafa fundið nágranna sinn alblóðugan. Þá fundust áverkar á höndum hins ákærða sem benda til aðildar hans að málinu.“ (Vísir, 22.maí 2008)

Þórarinn hélt áfram fram sakleysi sínu, þrátt fyrir yfirgnæfandi sönnunargögn sem ekki voru honum í hag. Eftirlitsmyndavélar sem voru í sameign húsnæðisins sýndu mennina rífast stuttu fyrir andlát Borgþórs. Þeir hafi yfirgefið húsnæðið en snúið til baka um átta mínútum síðar. Þá hafi þeir baðað út höndum og þótti augljóst að ósætti væri á milli mannana. Borgþór var klæddur úlpu sem fannst síðan alblóðug í íbúð hans.

„Þegar lögregla spurði Þórarin um ferðir hans inn og út úr húsinu, skömmu fyrir atburðinn, kvaðst hann ekki muna til þess að hafa farið út. Þórarinn var alldrukkinn þegar hann var handtekinn.“ (DV 16.október 2007)

Dæmdur sakhæfur

Þórarinn var dæmdur sakhæfur en man lítið frá degi morðsins vegna mikillar drykkju. Aldrei kom í ljós um hvað mennirnir höfðu rifist en Þórarinn var dæmdur sekur og sagður ekki eiga sér neinar málsbætur. Þórarinn var vopnaður slökkvitæki þegar hann barði Borgþór þrisvar sinnum í höfuðið með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Þórarinn fékk 16 ára fangelsisdóm, að undanskildum þeim tíma sem hann hafði setið í gæsluvarðhaldi. Þórarni gert að greiða systkinum Borgþórs hálfa milljón króna í skaðabætur og yfir milljón króna í málskostnað.

Lögmaður Þórarins sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að tekin yrði ákvörðun síðar um það hvort málinu yrði áfrýjað. Til þess hefur Þórarinn fjórar vikur Ólafía Gústafsdóttir, systir Borgþórs, sagði við blaðamann Vísis að hún teldi dóminn ásættanlegan en „það á enginn að þurfa að deyja á þennan hátt, hvorki hann né aðrir.“(Vísir, 22. maí 2008)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -