Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Næstum öruggt að það gjósi á næstu dögum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veðurstofa Íslands spáir gosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar og byggir hún spá sína á nýju líkani. Svo virðist sem jarðskjálftahrina, sem hefur líklega ekki farið fram hjá neinum, sé forveri goss.

„Niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum 1 km undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021,“ segir Veðurstofan.

Því eru verulegar líkur á gosi á næstunni. „Það virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni eins og staðan er núna en á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið. Innskotið nú er meðfram nyrðri huta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Líkurnar á því að það gjósi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa því aukist og eru taldar verulegar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -