Maðurinn sem lést í líkamsárás við Barðavog í Reykjavík síðastliðinn laugardag hét Gylfi Bergmann Heimisson. Fréttablaðið birti dánartilkynningu í dag en DV greinir frá.
Gylfi Bergmann var fæddur árið 1975. Hann lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum 2 til 24 ára. Hjá DV kemur fram að Gylfi hafi verið þekktur í veitingageiranum fyrir aðkomu sína að vinsælu veitingastöðunum Gastro Truck.
Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum var Gylfi búsettur í kjallara hússins við Barðavog. Hann festi kaup á íbúðinni í mars árið 2021. Karlmaður sem fæddur er árið 2001 var handtekinn eftir árásina, grunaður um að hafa orðið Gylfa að bana. Hann er búsettur í sama húsi. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Mannlíf vottar aðstandendum Gylfa Bergmanns Heimissonar innilega samúð.