Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir.
Kolfinna Eldey var 10 ára og var búsett í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Faðir hennar hringdi á lögregluna á sunnudagskvöld og sagðist hafa banað dóttur sinni. Var hann þá staddur á Krýsurvíkurvegi en þegar lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á vettvang fannst Kolfinna þar látin. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, er á fertugsaldri en þegar hann var á þrítugsaldri hlaut hann tæplega fjögurra ára fangelsisdóm fyrir innflutning á eiturlyfjum. Hann neitaði sök og sagðist hafa verið burðardýr og að fjölskyldu sinni hafi verið hótað. Ríflega áratugi síðar var hann tekinn við ræktun á kannabisplöntum og hlaut skilorðsbundinn dóm en hann játaði það brot.