Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar.
Mikið var um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis en í hverfi 104 var maður handtekinn grunaður um að keyra undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna, peningaþvætti og fleira. Var hann látinn gista fangageymslu í þágu rannsóknarinnar.
Í hverfi 108 var maður í annarlegu ástandi handtekinn en lögreglan hafði haft ítrekuð afskipti af honum og var hann sökum ástandsins, vistaður í fangageymslu lögreglu. Fíkniefni fundust á honum við vistunina.
Lögreglan handtók einni konu sem var í mjög annarlegur ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Hafði lögreglan haft ítrekuð afskipti af konunni vegna hávaða og ónæðist. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu sökum ástandsins.
Þá var ungur maður hantekinn í hverfi 108 en hann hafði verið til vandræða við sjúkrastofnun og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu. Vegna ástandsins var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglunnar en við vistunina fundust ætluð fíkniefni hjá honum.
Lögreglan stöðvaði bifreið í miðbæ Reykjavíkur og kærði ökumanninn. Ástæðan var sú að maðurinn var enn á nagladekkjum.
Þá voru afskipti af manni vegna vörslu fíkniefna sem hann hafði fengið afhent en hann var á leið í hraðbanka með fíkniefnasalanum svo hann gæti greitt fyrir fíkniefnin.
Í Kópavogi var tilkynnt um húsbrot, þjófnað og nytjastuld en var búið að fara inn í íbúð og stela jakka húsráðanda. Í jakkanum voru bíllyklar og var bifreið húsráðanda aukreitis horfin.
Ung kona slasaðist í undirgöngum í neðra Breiðholti í nótt en hún datt af rafmagnshlaupahjóli og fékk höfuðáverka. Hún var með meðvitund en sagðist ekki muna hvað gerðist. Var hún flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Bráðadeild.
Í Grafarholti barst tilkynning um eignarspjöll í gærkvöldi. Hópur unglinga hafði þá safnast saman við skóla og var búið að brjóta þrjár rúður. Ráðstafanir voru gerðar til að byrgja fyrir rúðurnar.
Í Mosfellsbæ hafði ökumaður ekið á vegrið og á móti umferð. Lögreglan stöðvaði biðreiðina. Var ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur.