Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Nanna Franklínsdóttir elsti Íslendingurinn – látin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, sem var elst Íslendinga, er látin. Hallfríður Nanna, sem jafnan var kölluð Nanna, var á hundraðasta og sjötta aldursári. Hún var elsti Íslendingurinn eftir að Dóra Ólafsdóttir lést í síðustu viku, 109 ára gömul.

Nanna lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði, í morgun. Systursonur hennar greinir frá þessu á Facebook. Nanna ólst upp í torf­bæ í Litla-Fjarðar­horni í Kollaf­irði í Stranda­sýslu en bjó lengst af á Siglufirði.

Nanna kom fram í fréttum RÚV árið 2010 þegar hún tók þátt í að prjóna sautján kílómetra langan trefil, sem var strengdur milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í tengslum við opnun Héðinsfjarðarganganna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -