- Auglýsing -
Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, sem var elst Íslendinga, er látin. Hallfríður Nanna, sem jafnan var kölluð Nanna, var á hundraðasta og sjötta aldursári. Hún var elsti Íslendingurinn eftir að Dóra Ólafsdóttir lést í síðustu viku, 109 ára gömul.
Nanna lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði, í morgun. Systursonur hennar greinir frá þessu á Facebook. Nanna ólst upp í torfbæ í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu en bjó lengst af á Siglufirði.
Nanna kom fram í fréttum RÚV árið 2010 þegar hún tók þátt í að prjóna sautján kílómetra langan trefil, sem var strengdur milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í tengslum við opnun Héðinsfjarðarganganna.