Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Nauðgari gengur laus – Þolandi varar við: „Hann gæti setið við hliðina á þér í brekkusöngnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Kannski ertu að fara á Þjóðhátíð með pollabuxur í farteskinu til að haldast þurr á rassinum í brekkusöngnum. Kannski hlakkar þú til að sjá leðjuna fljúga í mýrarboltanum á Bolungarvík eða neistana á Neskaupsstað. Hvað sem þú kýst að gera vona ég innilega að þú skemmtir þér vel. Ég vona líka að þú verðir ekki á vegi mannsins sem nauðgaði mér.“

Svo hefst pistill sem birtist á vef Stundarinnar þar sem höfundur er sagður þolandi 1.639 í gögnum Neyðarmóttökunnar. Konan segist ein margra sem ekkert réttlæti hefur fengið í réttarkerfinu. Nauðgari hennar var dæmdur sekur en fékk skilorð. Hann gengur því laus og líklegur til að vera á farandsfæti um Verslunarmannahelgina.

„Gerandi minn var fundinn sekur, bæði í héraðsdómi og Landsrétti, og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Í báðum tilvikum var dómur hans hins vegar skilorðsbundinn að fullu, sem þýðir að hann mun aldrei verja neinum tíma bakvið lás og slá. Þrátt fyrir að vera nýlega tvídæmdur gæti hann því setið við hliðina á þér í brekkusöngnum, eða staðið fyrir aftan þig í klósettröðinni á Síldarævintýrinu. Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi,“ segir konan.

Hún lýsir nauðgun sinni í smáatriðum og dregur ekkert undan. Að lokum biðlar hún til þjóðarinnar að hugsa sinn gang hvað kynferðisbrot varðar. „Kæra þjóð, ég vona að þið njótið ykkar um komandi helgi, sem er því miður þekkt fyrir fjölda kynferðisbrota. Ef einhver í lífi þínu verður fyrir slíku ofbeldi, og telur ekki þess virði að kæra, vona ég að þú sýnir því skilning og áttir þig á hvaða hlutverki réttarkerfið gegnir í að viðhalda vandamálinu. Ég vona líka að þér finnist við öll eiga betra skilið. Fyrsta skrefið í átt til breytinga er ákvörðun þín um að þú viljir búa í samfélagi þar sem réttarkerfið tekur skýra afstöðu gegn ofbeldi. Ekki eftirláta þolendum einum þá baráttu. Það er óraunhæft að ætlast til að þau, sem kerfið brýtur grófast gegn, lagfæri það líka.“

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -