Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Nauðgunarmál Alberts lykilatriði í félagsskiptum hans – Neitar sök í málinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnuliðið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert Guðmundsson frá Genoa verði hann dæmdur fyrir nauðgun en sem stendur er hann í láni hjá félaginu. Verði hann ekki fundinn sekur þarf liðið hins vegar að borga 20 milljarða evra fyrir hann.

„Það var mjög erfitt að ganga frá fé­laga­skipt­um Al­berts. Við byrjuðum í janú­ar og geng­um loks­ins frá öllu mánuði fyr­ir lok fé­laga­skipta­glugg­ans,“ sagði Daniele Pra­dè, yf­ir­maður íþrótta­mála hjá ít­alska knatt­spyrnu­fé­lag­inu Fior­ent­ina, í dag.

„Það er ein ástæða þess að þetta tók svona lang­an tíma. Fé­lagið er 100 pró­sent tryggt og það er lít­il áhætta hjá okk­ur. Þetta er lán og annað hvort erum við skyldug til að kaupa hann eða ekki, það fer eft­ir því hvernig málið end­ar,“ en mbl.is greindi fyrst frá málinu hérlendis.

Ávallt neitað sök

Réttarhöldin yfir Alberti hófust í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis.

Í fyrra var Albert kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu en lögreglan rannsakaði málið og sendi það til héraðssaksóknara. Sá felldi málið niður í vor þar sem hann taldi að það væri ekki líklegt til sakfellingar. Kærði kona þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem í maí sneri henni við.

- Auglýsing -

Líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum er þinghald í málinu lokað en þann 3. júlí var Albert viðstaddur þingfestingu málsins í gegnum fjarfundarbúnað. Þegar Albert var kærður mátti hann ekki leika með landsliðinu en fékk síðan að spila nokkra leiki með liðinu þegar frávísunin var í áfrýjunarferli. Frá því að niðurfellingunni var snúið við hefur Albert aftur verið á bannlista KSÍ.

Albert hefur frá upphafi neitað sök í málinu.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -