Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Nauðgunarmál Alberts setur möguleg félagsskipti í uppnám

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa, hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við stórlið á Englandi og Ítalíu og ber helst að nefna Inter Milan, Tottenham og Juventus.

Mestur áhugi virtist vera hjá Inter en samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport hefur áhuginn á Albert minnkað umtalsvert eftir að Albert var ákærður fyrir nauðgun þó að fleiri hlutir spili inn í en fyrirtaka í málinu er í lok ágúst. Líklegt er knattspyrnufélög muni ekki gera tilboð í Albert fyrr en því máli er lokið, verði hann sýknaður.

Albert er án efa besti knattspyrnumaður Íslands um þessar mundir og skoraði hann 16 mörk í 37 leikjum fyrir Genoa á síðasta tímabili en hann hefur leikið 37 landsleiki fyrir Íslands og skorað í þeim tíu mörk.

Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu hérlendis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -