Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og matvælaráðherra, hefur gefið út leyfi til hvalveiða til Hvals hf. og til Tjaldtanga ehf. en leyfið er veitt til fimm ára. Ákvörðun Bjarna hefur þótt umdeild í ljósi þess að alþingiskosningar eru nýafstaðnar og hann er ráðherra í starfsstjórn sem ætti helst ekki að taka stórar ákvarðanir. Bjarni vill hins vegar meina að hann sé einungis að fylgja lögum og reglum.
Því spurðum við lesendur Mannlífs: Hvað finnst þér um ákvörðun Bjarna Ben að veita leyfi til hvalveiða?
Litlu mátti mun en örlítið fleirum fannst ákvörðun Bjarna Ben góð