Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Nemendur sendir heim vegna smits á fyrsta klukkutíma: Þórólfur og Víðir ítreka áhyggjur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag er fyrsti skóladagur hjá flestum grunnskólum landsins. Tíundi bekkur í Sunnulækjarskóla á Selfossi hafði einungis verið um klukkstund í skólanum þegar kom í ljós að einn nemandinn reyndist smitaður af Covid. Allur bekkurinn var sendur heim í kjölfarið. Tveir kennarar skólans eru einnig smitaðir. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV.

Samkvæmt skólastjóra Sunnulækjarskóla, Birgi Edwald, hafði nemandinn verið slappur og fengið að fara heim. Þar tók hann svo heimapróf sem reyndist jákvætt.

Ákveðið var að senda allan tíunda bekk heim á meðan niðurstöðu er beðið úr PCR prófi. Birgir Edwald segir í samtali við RÚV að búist sé við því að starfsfólk skólans þurfi að vera í þessari sömu viðbragðsstöðu næstu daga og vikur. Það er alltaf nóg af verkefnum og var nóg af verkefnum fyrir og þetta bætist bara við, en það eru bara allir að gera sitt besta,“ segir hann.

Birgir segir manneklu nokkra í skólanum, eins og víða er um þessar mundir. Tveir kennarar séu smitaðir af Covid og það sé ýmislegt sem þurfi að leysa.

Skiptar skoðanir hafa verið á opnun skólanna. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir ráðlagði í síðasta minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra að upphafi skólastarfs yrði frestað vegna mikils fjölda smita í samfélaginu. Ríkisstjórnin fór ekki að ráðum Þórólfs. Bæði Þórólfur og Víðir Reynisson hafa ítrekað þessar áhyggjur síðustu daga.

Alls greindust 1.289 smit í gær, sem er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldursins.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -