Sunnudagur 29. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Netflix gerir mynd eftir bók Iain bróður Elizu Reid

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndin I’m Thinking of Ending Things sem byggir á samnefndri skáldsögu eftir Iain Reid, bróður Elizu Reid forsetafrúar, verður frumsýnd á Netflix þann 4. september næstkomandi. Leikstjóri er Charlie Kaufman, sem einnig skrifar handritið, og með helstu hlutverk fara þau Jesse Plemons, Jessie Buckley, Toni Collette og David Thewlis.

Bókin I’m Thinking of Ending Things kom út árið 2016 og sló umsvifalaust í gegn, varð metsölubók víða um lönd. Hún kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar árið 2018 undir heitinu Ég er að spá í að slútta þessuog var tilnefnd til Ísnálarinnar sem besta þýdda glæpasagan það árið.

Ég er að spá í að slútta þessu segir frá Jake og kærustu hans sem eru á leiðinni til að heimsækja foreldra hans sem búa á frekar afskekktum bóndabæ. Sagan er sögð út frá sjónarhóli kærustunnar sem upplifir ýmislegt sérkennilegt í þessari ferð og sú mynd sem hún hafði af Jake rímar illa við það sem hún upplifir. Á heimleiðinni lenda þau í blindbyl sem ber þau að auðri skólabyggingu þar sem atburðarásin tekur óvænta stefnu.

Ég er að spá í að slútta þessu var fyrsta skáldsaga Iain Reid, en áður hafði hann gefið út endurminningabækur og birt greinar og pistla í virtum blöðum og tímaritum. Var meðal annars með pistla í The New Yorker frá árinu 2015.

Charlie Kaufman er einn virtasti handritshöfundur samtímans, hefur fjórum sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og vann þau fyrir handritið að meistarastykkinu Eternal Sunshine of the Spotless Mind.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -