Netverjar virðast misspenntir fyrir lampanum sem Jóna nokkur býður til sölu á hinum fjölmenna sölusvæði á Facebook, Brask og brall. Lampinn er búinn til úr nautapung og gefur hann „skemmtilega birtu“ að sögn eigandans. Þar að auki segir hún að þetta sé eini lampi sinnar tegundar á landinu.
Karlotta deilir auglýsingunni á Twitter og fær talsverða athygli fyrir. Við færsluna segir hún:
„Nautapung segiru? Heyrðu já ég tek hann. Ekki spurning.“
Baráttukonan Edda Falak er ein þeirra sem lýsir skoðun sinni á nautapungslampanum. „“Eina eintakið” bara guði sé lof,“ segir Edda gagnrýnin. En Hrund er hins vegar hrifin. „Skemmtileg birta…“ segir hún.
Elín vill hins vegar meina að þetta sé alls ekki eina eintakið hér á landi. „Þetta er alls ekki eina eintakið, svona eintak var því miður til á mínu heimili. Það stafar rosalega falleg birta af pungsa en mamma faldi hann alltaf vandlega á bakvið gardínu svo bara birtan sæist. Merkilegt að þessi lampi hefur “týnst” eftir skilnað foreldra minna,“ segir Elín glettin.