Neyðarkall barst frá fiskibáti á tíunda tímanum í morgun vegna leka. Skipstjóri bátsins tilkynnti stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að dæla bátsins hefði ekki undan við að ausa og því væri lestin að fyllast af sjó.
Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út á fyrsta forgangi auk björgunarskips frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Patreksfirði.
Eins voru boð send til nærstaddra báta sem voru snöggir á staðinn en áhöfn eins þeirra lagði til dælur og festu bátinn utan á síðuna. Þá var neyðarástandi aflýst og óhætt að afturkalla þyrluna en ákveðið var að björgunarskipið héldi áfram á staðinn með auka dælur og draga bátinn til hafnar.