Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Neysla, lygar og ofbeldi – Batasaga fíkils

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ég hef aldrei áttað mig á því hvað gerðist, hvernig ég komst á þennan stað. Þarna sat ég, rétt skriðin yfir tvítugt og beið eftir innlögn á Vog í afeitrun. Mörgum árum síðar man ég enn vel eftir þessum degi, biðstofan var furðulega lífleg miðað við aðstæður, skærgrænir sófar og litríkar skreytingar í björtu herbergi sem hafði að geyma brotna einstaklinga sem höfðu glatað lífsorkunni, þetta passaði ekki.

Ég hafði lengi glímt við einhvers konar blekkingarheilkenni, ég lifði í sjálfsköpuðu leikriti sem snerist um að stjórna öllu og öllum í kringum mig, ég þurfti efnið mitt og annað skipti ekki máli. Löngu hætt að sýna raunverulegar tilfinningar var ég orðin vofa af eigin sjálfi. Svik, lygar og stuldur var orðið það sem einkenndi líf mitt, fyrir utan neysluna auðvitað.

Hver dagur var stríð við mig sjálfa, innst inni vildi ég hætta, mig dreymdi um eðlilegt líf hins hversdagslega Íslendings, en fíkillinn var mun stærri en sá draumur. Ég gerði heiðarlegar tilraunir til að hætta neyslunni, en þær enduðu allar í uppgjöf og niðurbroti, sumar í geðrofi, en þá reyndi ég ítrekað að fremja sjálfsvíg. Þrátt fyrir þennan drungalega veruleika leit ég ekki á mig sem einstakling með fíknisjúkdóm, miklu frekar var ég aumingi, af hverju gat ég ekki bara hætt?

Eftir nokkur ár af afneitun og sjálfshatri endaði ég inni á vefsíðu SÁÁ, ég man að ég passaði að eyða öllum sönnunargögnum um að hafa farið inn á þá síðu, ekki vildi ég að nokkur maður kæmist að því að ég væri nálægt því að viðurkenna ósigur, ég var búin að ákveða að ég væri einfaldlega aumingi, ekki fíkill, og ég hélt fast í þann tilbúna veruleika.

Ég sat úti í bíl, fyrir utan Bónus, eftir enn aðra ferðina á almannafæri sem ég þurfti að undirbúa mig andlega fyrir. Ég gæti hitt einhvern sem þekkti mig, fólk gæti séð á mér að ég væri undir áhrifum, ég hataði Bónusferðir og ég var þreytt.

Lesa meira..

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -