Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands munu standa fyrir tannverndarviku 3.-7. febrúar. Sérstök áhersla verður lögð á skaðsemi orkudrykkja á tannverndarvikunni.
Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir, birtir færslu á vef landlæknis. Þar kemur fram að glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi og að neysla orkudrykkja sé hluti vandans.
„En neysla ungmenna á orkudrykkjum með koffíni hefur meira en tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Mikil og tíð neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsins sem þynnist og eyðist og myndast ekki aftur,“ segir í færslu Hólmfríðar.
Búðareigendur taki ábyrgð
Hólmfríður og kollegar hennar hafa áhyggjur neyslu orkudrykkja meðal ungmenna. Skipuleggjendur tannverndarvikunnar hvetja þá í stjórnendur grunn- og framhaldsskólum landsins til að fræða nemendur um hvaða afleyðingar orkudrykkjaneysla getur haft á tannheilsuna.
Hólfríður vill þá einnig sjá verslunareigendur taka ábyrgð og hætta að bjóða orkudrykki á afslætti. „Einnig er óskað eftir því að ekki verið hvatt til neyslu orkudrykkja með afsláttarkjörum eða á annan hátt í verslunum í ljósi áhrifa þeirra á heilsufar ungs fólk og annarra sem ekki ættu að neyta orkudrykkja.“
Pistil Hólmfríðar má lesa í heild sinni á vef landlæknis.