Föstudagur 17. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Neytendur blekktir á meðan milliliður hirðir gróðann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ýmsar netverslanir nota svokallað „dropshipping“ í auknum mæli. Stundum eru neytendur blekktir til þess að halda að þeir séu að versla af litlu, innlendu fyrirtæki, þegar þeir eru í raun að eiga viðskipti við stór vöruhús úti í heimi þar sem varan fæst á slikk – en milliliðurinn, innlendi aðilinn, hirðir verðmismuninn.

Ýmsar netverslanir hafa sprottið upp eins og gorkúlur síðustu ár og eru gæðin misjöfn eins og verslanirnar eru margar. Undanfarið hafa tortryggilegir viðskiptahættir verið til umræðu, þar sem fólk kaupir ódýrar vörur af síðum á borð við Ali Express og selur þær svo í gegnum sínar eigin verslanir og fyrirtæki, á margföldu verði.

Annað sem virðist hafa færst í aukana er svokallað „dropshipping“, á ensku, en því miður hefur blaðamaður ekki rekist á viðunandi íslenska þýðingu á fyrirbærinu.

Dropshipping virkar þannig að einstaklingur eða fyrirtæki hefur samband við byrgja eða framleiðanda og gerir við hann samning um að varan sem aðilinn hyggst kaupa af framleiðandanum og selja áfram, muni afhendast beint frá framleiðandanum til viðskiptavinarins; þriðja aðilans, sem pantar af milliliðnum. Sá sem rekur fyrirtækið hefur því enga milligöngu um sendingu vörunnar til viðskiptavinarsins.

Rekstraraðilinn býr sér til vefsíðu fyrir vörurnar sem hann hyggst selja og breytir ímynd vörumerkisins eftir eigin höfði og gerir vörurnar meira aðlaðandi. Sumir selja vöruna jafnvel á síðum á borð við Ebay eða Amazon undir sínu eigin vörumerki. Rekstraraðilinn verðleggur vöruna eftir eigin höfði, yfirleitt mun hærra en verðið hjá framleiðanda – stundum margfalt hærra.

Þegar viðskiptavinur verslar vöru af síðu rekstraraðilans, kaupir netverslunin sem um ræðir vöruna beint af framleiðanda og framleiðandinn sendir vöruna síðan beint til viðskiptavinarins, án nokkurrar milligöngu netverslunarinnar. Eigandi netverslunarinnar græðir síðan verðmismuninn, sem getur hlaupið á þúsundum, jafnvel tugum þúsunda króna.

- Auglýsing -

Neytendur eru hvattir til þess að vera á varðbergi og skoða netverslanir ávallt mjög vel, sem og þau vörumerki sem þær selja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -