Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Niðurfelling í kynferðisbrotamáli kærð en Albert heldur sæti sínu: „Mikilvægt að tala skýrt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konan sem kærði seinasta sumar knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson hefur ákveðið að kæra niðurfellingu á máli hennar. Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ, segir að sú kæra hafi ekki áhrif á stöðu Alberts í íslenska landsliðinu sem mun spila við Ísrael 21. mars.

„Það var ákveðið að þjálfarinn mátti velja hann í landsliðið af því þetta var fellt niður. En við teljum að við viljum láta hann klára þetta verkefni. Stjórn ákvað það að landsliðsverkefnið telst vera hafið, leikmannahópurinn var opinberaður og Albert mun klára þetta verkefni núna,“ sagði Þorvaldur við RÚV um málið og að reglurnar væru ekki nógu skýrar og málið yrði skoðað eftir leikinn við Ísrael. Hingað til hafa reglurnar verðir skýrar að sögn samskiptastjóra KSÍ svo ekki er víst hvað Þorvaldur vísar í með þessum ummælum.

Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar, gagnrýnir ummæli landsliðsþjálfarans Åge Hareide en þjálfarinn lét hafa eftir sér að það væru vonbrigði ef niðurfellingin yrði kærð.

„Mér finnst eðlilegt að KSÍ ætti að hugsa það og skoða alvarlega hvort þeir skuldi ekki umbjóðanda mínum afsökunarbeiðni á þessum ummælum. Ef þetta er misskilningur eða skrifast á tungumálaörðugleika, ég meina það er mikilvægt að tala skýrt. Ekki síst í svona viðkvæmum málum,“ sagði Eva B. Helgadóttir um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -