Landspítali er enn á neyðarstigi og eru 85 sjúklingar með Covid, þar af eru níu börn. 78 eru í einangrun.
„Hjá þeim eins og fullorðna fólkinu er oft erfitt að greina á milli hvað er hvað en ljóst er að Covid getur valdið versnun á undirliggjandi heilsuvanda og þannig leitt til sjúkrahúsinnlagnar. Auk þess eru nokkur börn með augljós Covid veikindi,“ segir í tilkynningu frá Landspítala og er þá vísað til veikinda barna.
Fjórir sjúklingar eru á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Enn er heimsóknarbann, nema með sérstökum undanþágum. Aðstandendur eru beðnir um að sýna því skilning að faraldrinum sé ekki lokið á spítalanum.
Mannekla hefur verið mikið vandamál á spítalanum og er nú unnið hörðum höndum að manna helgina.