Í framhaldi af því kærð hún málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu. Í kjölfarið lögðu níu íslenskar konur fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar íslenska réttarkerfisins. Konurnar kærðu ofbeldisbrot, nauðganir og áreitni til lögreglu, en málin voru felld niður. Dómstóllinn tók við og skráði málin.
Ein kvennanna sagði að: „kerfið sé ítrekað að sparka í liggjandi manneskju sem er brotin fyrir.”
Í frétt CNN í dag var svp greint frá svari dómsmálaráðuneytisins um hvort mistök hefðu verið gerð við rannsókn málsins.
Ráðuneytið játaði því að mistök hefði verið gerð, en sagði jafnframt það teldi þau ekki hafa verið nægilega alvarleg til þess að teljast brot á réttlátri málsmeðferð gagnvart Mannréttindasáttmála.
María er ein níu kvenna sem kærðu íslenska ríkið til MDE fyrir brot á réttlátri málsmeðferð og sendi hún frá sér yfirlýsingu í kjölfar svars dómsmálaráðuneytisins, þar sem hún segir það vera kjaftshögg:
„Ef það er niðurstaða dómsmálaráðuneytis að þetta séu ekki nægjanleg brot á réttlátri málsmeðferð bæði gagnvart íslenskum lögum og lagaákvæðum Mannréttindasáttmála, þá tel ég nokkuð ljóst að ráða þurfi hæfari lögfræðinga í ráðuneytið,“ segir María.
Konurnar níu eru á aldrinum 17 til 44 ára, og snúa kærurnar til Mannréttindadómstólsins að brotum á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar í íslenska dómskerfinu.
Konurnar kærðu allar ofbeldisbrot til lögreglunnar á Íslandi en öll málin voru felld niður.
Í áðurnefndri yfirlýsingu telur María upp misbresti við rannsókn málsins; henni þykir klárlega að brotið hafi verið á mannréttindum sínum, í tíu liðum: Til dæmis hafi áverkavottorð og önnur mikilvæg gögn aldrei verið sótt af lögreglu, ekki verið rætt við vitni;að skýrsla hafi verið tekin af henni eftir að brotin fyrndust og að saksóknari hafi flutt mál hennar fyrir héraði sem áður hafði brotið á rétti hennar.
Hægt er að sjá bréf Maríu í fullri lengd: