Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-10.2 C
Reykjavik

Níu tonn af hlýju send til Úkraínu: „Þungur hrammur vetrarins færist nú hægt og bítandi yfir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Níu tonn af vetrarfötum voru flutt frá Íslandi til Úkraínu í gær. Fatnaðurinn er ætlaður varnarsveitum Úkraínu sem og almenningi.

Fram kemur í frétt á vef Utanríkisráðuneytisins að vetrarfatnaðurinn sé afrakstur þúsunda Íslendinga og kaupa ráðuneytisins á ýmiskonar vetrarbúnaði.

„Utanríkisráðuneytið auglýsti fyrr í haust eftir vetrarútbúnaði fyrir varnarsveitir Úkraínu. Gengið hefur verið frá kaupum á skjólfatnaði og skóm frá Fjallakofanum, 66°N og Dynjanda fyrir tæpar 50 milljónir króna en raunvirði varningsins er um 140 milljónir. Þessi búnaður, auk sjúkragagna sem íslenskur aðili hefur gefið, var fluttur með kanadískri herflutningavél áleiðis til Úkraínu í dag. Í farminum eru auk þess rúmlega 3.500 pör af lopasokkum sem íslenskur almenningur hefur prjónað fyrir Úkraínu í tengslum við verkefnið Sendum hlýju og aðrar ullarflíkur sem íslenskt og úkraínskt prjónafólk hefur ýmist prjónað eða gefið á svonefndum hannyrðahittingum,“ segir í fréttinni frá ráðuneytinu.

Ráðherrann.
Ljósmynd: Gunnar Flóvenz

„Þungur hrammur vetrarins færist nú hægt og bítandi yfir Úkraínu og eins og við höfum séð beita rússnesku innrásaröflin honum sem vopni í yfirstandandi átökum. Sem herlaus þjóð getur Ísland eðli máls samkvæmt ekki lagt úkraínskum varnarsveitum til hergögn en við getum hins vegar sent þeim hlýjan skjólfatnað, sem er ekki síður nauðsynlegur á ísköldum vígvellinum en hefðbundin vopn,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í fréttinni.

Það var svo starfsfólk Landhelgisgæslunnar sem pakkaði varningnum um helgina og setti á bretti sem síðan var svo staflað um borð kanadískrar herflutningavélar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Auk Þórdísar Kolbrúnar fylgdust fulltrúar Sendum hlýju og hannyrðahittingsins og Jeannette Menzies, sendiherra Kanada á Íslandi, með því sem fór fram.

„Það er rík ástæða til að þakka öllum þeim sem eiga þátt í að við sendum alla þessa hlýju til Úkraínu í dag. Þar vil ég nefna fyrirtækin sem við höfum átt í góðu samstarfi við, Landhelgisgæsluna sem hefur annast umsýslu og kanadíska flugherinn sem flytur varninginn á áfangastað. Og síðast en ekki síst á hannyrða- og prjónafólk á Íslandi sérstakar þakkir skildar fyrir að sýna sinn hlýhug í verki með svo áþreifanlegum hætti,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í frétt ráðuneytisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -