Lögreglan á Austurlandi hefur birt nöfn þeirra sem létust í flugslysi við reglulegar hreindýratalningar síðastliðinn sunnudag.
Hin látnu hétu Fríða Jóhannesdóttir, fædd 1982, spendýrafræðingur, Kristján Orri Magnússon, fæddur árið 1982, flugmaður og Skarphéðinn G. Þórisson, fæddur árið 1954, líffræðingur.
Lögregla vekur athygli á minningarstund sem haldin verður í Egilsstaðakirkju í dag klukkan 18. Hún minnir og á samráðshóp almannavarna um áfallahjálp sem í boði er fyrir þá fjölmörgu sem eiga um sárt að binda eftir slysið.