Í dag er svokallaður Svartur föstudagur (e. Black friday) hjá hinum ýmsu verslunum, en hann hefur fest sig í sessi sem einn af stærri tilboðsdögum ársins. Dagurinn hefur verið vel þekktur í Bandaríkjunum í áratugi, allt frá árinu 1932, en hann hefur nú orðið að venjubundnum tilboðsdegi víðar um heim og Íslendingar svo sannarlega engir eftirbátar þar.
Margir nýta Svartan föstudag til jólainnkaupa, enda markaði dagurinn upphaf jólaverslunar í Bandaríkjunum á sínum tíma þegar honum var komið á.
Í Smáralind og Kringlunni munu ótal verslanir bjóða upp á spennandi tilboð, en verkefnastjóri Kringlunnar sagði í samtali við Mannlíf á dögunum að upplýsingar um afslætti verslana Kringlunnar mætti nálgast í Kringluappinu. Kringlan verður einnig opin lengur, eða til klukkan níu. Smáralind er með hefðbundinn opnunartíma, til klukkan sjö, og tilboð verslana má finna á heimasíðu verslunarmiðstöðvarinnar.
Dagurinn er ýmist kallaður Svartur föstudagur eða Svartur fössari á Íslandi, en nú hafa sumar verslanir ákveðið að prófa sig áfram með ný nöfn. Dæmi um þetta er netverslunin Heimkaup, sem mun nú halda upp á Myrka markaðsdaga. Í þeirra tilfelli hafa þó tilboðin verið í boði alla vikuna og því er sannarlega rétt að kalla þá markaðsdaga. Á Myrkum markaðsdögum býður Heimkaup neytendum ógrynni tilboða, allt að 50 prósenta afslátt.
Á vefsíðunni 1111.is má finna ágætis gagnagrunn yfir verslanir sem bjóða upp á hin ýmsu tilboð í dag. Hér að neðan eru nokkur dæmi.
Lífstíll
Sporthúsið – 50% afsláttur af mánaðarkortum í Sporthúsið, Sporthúsið Gull og Bootcamp.
Verandi – 20% afsláttur af öllum vörum frá föstudegi til mánudags.
Sólir Jógastúdíó – 2 fyrir 1 af árskortum.
Dineout – Gjafabréf á vinsælustu veitingastaði landsins með 20-50% afslætti.
PLAY – 8 áfangastaðir frá 5.999 kr. Bóka þarf fyrir miðnætti miðvikudaginn 1. desember.
Fakó – 20-40% afsláttur af völdum vörum bæði í netverslun og verslun í Holtagörðum.
Skrifað í stjörnurnar – 20% afsláttur.
Heima er gott – 10-50% af öllu.
Skart
Hlín Reykdal – 15-40% afsláttur af öllum skartgripum.
Mjöll – 15% afsláttur af öllum vörum að undanskildum giftingahringum.
Óskabönd – ÓSK – 20% afsláttur af öllum vörum (gildir ekki um vörur sem þegar eru á afslætti).
my letra – 20% afsláttur af öllum vörum.
Octagon – 20% afsláttur af öllum vörum.
by lovisa – 20% afsláttur af öllum skartgripum og sending á 690 kr.
Vera Design – 20% af öllu skarti.
Barnavörur
Musi Mus – Allt að 60% afsláttur af öllum vörum.
Polka – 20-50% afsláttur af völdum vörum.
Polarn O. Pyret – 20% afsláttur af öllum vörum, nema POP Originals.
Dimmalimm – 20% afsláttur af öllum vörum. Frí sending yfir 10.000 kr.
Leon Verslun – 20-30% afsláttur af öllum vörum dagana 26.-29. nóvember.
Minimar Kids – 15-30% afsláttur af öllum vörum.
Yrja – 15-50% afsláttur af öllum vörum.
Minimo – 20-30% afsláttur af öllum vörum, nema Wobbel brettum.
Raftæki
Tölvulistinn – Valdar vörur á 50% afslætti.
Tölvutek – Yfir 1000 vörur á allt að 75% afslætti.
Smith & Norland – 20% afsláttur af öllum stórum og smáum heimilistækjum ásamt ljósum.
Meyja.is – 15% afsláttur af öllum vörum á Black Friday til og með Cyber Monday.
Hermosa – 50% af öllum Satisfyer vörum ásamt 30% af öllum öðrum vörum.
Blush – 20-70% afsláttur af völdum vörum 26.-29. nóvember.
Scarlet.is – 20-70% afsláttur af öllum vörum 26.-29. nóvember (gildir ekki fyrir jóladagatalið).
Þessi tilboð og miklu, miklu fleiri má finna á 1111.is.