Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Nokkrar staðreyndir um hund Dorritar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólaf­ur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, greindi frá í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2 í morgun að Dorrit Moussaieff hafi látið taka sýni úr hundi sínum Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Hér koma nokkrar staðreyndir um hundinn Sám sem er Dorrit ómissandi.

  • Sámur er 11 ára gamall.
  • Sámur er blanda af íslenskum og þýskum hundi.
  • Sámur kemur frá Smáratúni í Fljótshlíð.
  • Sámur kemur undan tík sem Dorrit sá í heimsókn í Fljótshlíð árið 2008. Hún heillaðist af tíkinni og Ólafur fór þá í að útvega Dorrit hvolp undan tíkinni.
  • Ólafur gaf Dorrit Sám um sumarið 2008.
  • Sámur var nefndur eftir Bessastaðar-Sám sem Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti Íslands, átti á meðan hann bjó á Bessastöðum.
  • Það er Dorrit sem á Sám en Ólafur hefur tekið þátt í þjálfun hundsins. Ólafur keypti til dæmis nokkrar bækur um hundahald þegar Sámur kom inn í fjölskylduna.
  • Sámi hefur verið lýst sem afar hlýðnum og húsbóndahollum.
  • Dorrit reynir að taka Sám með sér hvert sem hún fer.
  • Sám­ur hefur borið merki Björg­un­ar­hunda­sveit­ar Íslands frá árinu 2014. Hann er þó ekki ekki sér­stak­lega þjálfaður björg­un­ar­hund­ur.
  • Dorrit leyfði Sámi að synda í fyrsta sinn árið 2010 á Stokkseyri.
  • Sýni hafa verið tekin úr Sámi og send til Bandaríkjanna svo hægt verði að klóna hann eftir að hann drepst.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -