Þriðjudagur 10. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar: „Þetta er bara hræðilegur harmleikur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norðfirðingar eru í áfalli að sögn forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, eftir að eldri hjón fundust látin í bænum í nótt.

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggðar, segir samfélagið í Neskaupstað í algjöru áfalli vegna harmleiksins sem varð í bænum í nótt er eldri hjón fundust látin en grunur er um að andlátið hafi borið með saknæmum hætti en maður var handtekinn á þriðja tímanum í dag í Reykjavík en hann er grunaður um að vera valdur að dauða hjónanna.

„Þetta er bara hræðilegur harmleikur. Og hugur manns er hjá öllum þeim sem hafa um sárt að binda núna og jafnframt vegna slyssins sem varð fyrr í vikunni,“ sagði Jón Björn í samtali við Mannlíf og átti þá við hið hörmulega banaslys varð er voðaskot hæfði ungan veiðimann fyrir austan. Jón Björn hélt áfram: „Og nú ríður á að við sem samfélag, hvort sem það sé í Fjarðabyggð eða landinu öllu, stöndum við þétt saman og höldum utan um fólkið okkar. Þegar eitthvað eins og svona gerist þá vitum við það að við stöndum sem einn maður, nú þjöppum við okkur saman og höldum utan um okkur öll.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -