Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Notar hráefni sem annars myndi enda í ruslinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dýravinurinn Melkorka Gunnlaugsdóttir tók sig til árið 2017 og fór að framleiða hundanammi úr íslenskum afurðum undir vörumerkinu Myrrubakarí. Melkorka hefur það að markmiði að sporna gegn matarsóun og notar því afurðir sem myndi vanalega enda í ruslinu.

Hugmyndin kviknaði þegar hún og fjölskylda hennar biðu eftir því að nýr fjölskyldumeðlimur, hundurinn Baltasar, kæmi heim í fyrsta sinn. Hún fór að gera tilraunir með matvæli úr ísskápnum og úr varð hundanammi.

Melkorka segir hundinn sinn hafa borðað hundanammið með bestu lyst.  „Vinkona mín gaf mér svo kökujárn, sérstaklega gert til að baka hundanammi. Svo varð ég mér úti um þurrkofn sem gerði mér kleift að þurrka nammið þannig að úr varð hálfgert kex, það gerir það að verkum að nammið endist lengur. En ég nota engin auka- eða rotvarnarefni í nammið.“

Spurð út í hverskonar hundanammi hún framleiði segir hún: „Núna bjóðum við upp á kjötsagsbita, úr hreinu lambakjötsagi og eggjum, bakað í járninu góða og þurrkað, svo úr verður hálfgert kex. Svo fékk ég þá hugmynd að nýta það sem brotnar af bitunum eftir þurrkun í hálfgert krydd. Ég tek alla mylsnu og mala í duft og það er ætlað sem bragðbætir út á þurrmatinn því margir hundar eru oft tregir við að borða þurrmatinn,“ segir Melkorka sem finnst mikilvægt að nýta allt hráefni vel og sporna þannig gegn matarsóun.

Eggin sem ég kaupi eru svo annars flokks egg, vegna útlitsgalla, og myndi því ekki fara í verslanir en gæðin eru alveg þau sömu.

Þess má geta að Melkorka er í samstarfi við sláturhús og kjötvinnslur á norðurlandi og þaðan kemur hráefnið. „Þær afurðir sem ég nota er allt eitthvað sem myndi annars enda í ruslinu,“ útskýrir hún.

„Eggin sem ég kaupi eru svo annars flokks egg, vegna útlitsgalla, og myndi því ekki fara í verslanir en gæðin eru alveg þau sömu. Þannig að þar erum við líka að sporna gegn matarsóun.“

Þegar Melkorka er spurð nánar út í vöruþróunina segir hún: „Ég gerði ótal tilraunir, sumar virkuðu betur en aðrar. Ég er svo heppin að hafa fullt af hundum í kringum mig til þess að nota sem „tilraunadýr“. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar enda hefur sárvantað íslenska framleiðslu á markaðinn.“

- Auglýsing -

Melkorku dreymir svo um að opna alvöru bakarí. „Mig dreymir um að opna kaffihús eða bakarí þar sem hundar geta komið með eigendum sínum og geta fengið gotterí,“ segir Melkorka kát.

Nánari upplýsingar um Myrrubakarí má nálgast á vef fyrirtækisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -