Nokkuð rólegt var á kvöld- og næturvakt lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók lögreglu. Eitthvað var um ölvun og annarlegt ástand á einstaklingum öðrum til ama. Tilkynningar bárust lögreglustöðinni við Hverfisgötu og sendir voru lögreglumenn á staðina sem aðstoðaði með að fjarlægja þá.
Tilkynning barst um grunsamlegar mannaferðir við verslunarmiðstöð. Er lögreglu bar að garði var engan að sjá við eftirlit.
Frá lögreglustöðinni í Garðabæ og Hafnarfirði segir frá því að ökumaður hafi verið handtekinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda.
Þá var einn vistaður í fangageymslu sökum ölvunar- og eignaspjalla.