Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Nú má heita Mordekaí, Kiddi og Frostúlfur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannanafnanefnd samþykkti tólf beiðnir um ný nöfn fyrr í mánuðinum. Nefndin hafnaði þremum beiðnum.

 

Mannanafnanefnd samþykkti átta beiðnir um ný eiginnöfn og fjórar beiðnir um ný millinöfn með útskurðum 7. ágúst. Það eru eiginnöfnin Maya, Mordekaí, Ynda, Kiddi, Frostúlfur, Dynja, Rúnel og Brandr og millinöfnin Eldborg, Grjótgarð, Vatneyr og Ljónshjarta.

Nefndin hafnaði þá þremur beiðnum með útskurðum 7. ágúst. Beiðnum um millinöfnin Borgfjöð og Vatneyrr var hafnað ásamt beiðni um eiginnafnið Lady.

„Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá ber enginn, sem uppfyllir skilyrði vinnulagsreglna mannanafnanefndar varðandi hefð, nafnið Lady. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1920. Þess vegna getur nafnið ekki talist hafa áunnið sér hefð í íslensku máli,“ segir meðal annars í útskurði um nafnið Lady.

Lesa má um úrskuði nefndarinnar á vef Stjórnarráðs Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -