Mannanafnanefnd samþykkti fimm beiðnir um ný nöfn fyrr í mánuðinum. Nefndin hafnaði þá fjórum beiðnum.
Mannanafnanefnd samþykkti fimm beiðnir um ný eiginnöfn með úrskurðum 2. september.
Um eiginnöfnin Illíes, Tófa, Gaston, Maia og Ursula er að ræða.
Nöfnin sem nefndin hafnaði eru eiginnöfnin Sezar, Aryan og Catra og millinafnið Haukdal.
„Eiginnafnið Sezar er ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem bókstafurinn z er ekki notaður í íslenskri stafsetningu,“ segir meðal annars í úrskurði um nafnið Sezar.
„Ritháttur nafnsins Aryan getur ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem y er ekki ritað næst á undan a í íslensku,“ segir þá um nafnið Aryan.
Nánar um úrskurði nefndarinnar hér.