Breytt dagsetning á karlaverkfalli.
Eins og Mannlíf greindi frá í október var boðað til karlaverkfalls þann 6. nóvember og virtist verkfallið hugsað sem einhverskonar mótvægisaðgerð gegn verkfalli kvenna og kvár sem var haldið 24. október. Verkfallinu var hins vegar frestað og hefur nú fengið nýja dagsetningu en sú er 19. nóvember en samkvæmt Facebook-viðburðinum er það alþjóðadagur karla. Þá hefur bæst í hóp þeirra sem standa fyrir viðburðinum en ásamt Skúla Gígjusyni þá hafa Aron Bjarmi og Andri Hlífarsson lagt hönd á plóg í skipulagningu.
Mannlíf heyrði í Skúla og spurði hann hvort hann fyrir meðbyr varðandi verkfallið. „Já, það er stemmning í loftinu.“ Um 2.000 manns hefur sýnt áhuga á viðburðinum, samkvæmt Facebook.
Hægt er að lesa lýsingu á viðburðinum hér fyrir neðan
Karlar vinna 12% lengri vinnuviku en konur og þeir sem vinna lengst eru sjómenn og bændur sem eru meira en 90% karlmenn.
Karlar vinna hættulegri vinnur og menn frá 15 ára til 40 ára eru tvöfald til þrefald meiri líklegri til að deyja en konur.
Hlutfall nemenda í skólum og það er enginn að berjast fyrir því, og hlutfallslega fleiri konur núna í háskóla heldur en voru karlar þegar var verið að berjast fyrir fleiri konum í háskóla.
Á landsbyggðinni sé hlutfallið 40% kvenna og 19% karla.
Betrum bætt skólakerfi þar sem strákar eru mun líklegri til að hætta fyrr í menntaskóla.