Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Ný lágvöruverslun ætlar ekki að taka við reiðufé: „Við erum að hugsa hlutina upp á nýtt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný lágvöruverðsverslun opnar í ágúst og ber hún nafnið Prís og verður hún til húsa í Kópavogi. Stofnendur Bónuss og Krónunnar eru heilarnir á bakvið búðina og heita því að hún verði með lægsta vöruverðið.

„Við erum að undirbúa að koma og vera ódýrust á þessum markaði. Markaði sem hefur ekki komið með neinn nýjan aðila á lágvöruverðsmarkað í 24 ár,“ sagði Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, við RÚV um væntanlega opnun en hún var áður framkvæmdastjóri Krónunnar.

Búðin verður nokkuð öðruvísi en margir Íslendingar eiga að venjast en aðeins verður hægt að notast við sjálfsafgreiðslukassa og ekki hægt að greiða fyrir vörur með reiðufé. Þá verður opnunartími búðarinnar styttri en hjá öðrum.

„Við erum að hugsa hlutina upp á nýtt. Hvað getum við gert til að draga úr kostnaði. Við vitum að við erum bara með eina verslun þannig í mörgum tilfellum fáum við ekki sambærileg kjör. En við viljum samkeppni á þessum markaði og erum að fara að horfa inn á við til að lækka okkar kostnað til að bjóða viðskiptavinum okkar betri verð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -