Hljómsveitin Citi Zēni átti líflegt spjall við blaðamenn Vísi. Í spilaranum hér að neðan má sjá þá syngja sína eigin útgáfu af Með hækkandi sól.
Hljómsveitin keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár með laginuEat Your Salad. Þeir komust reyndar ekki áfram úr undanriðlinum en náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna.
„Ég fór til Íslands og tólf klukkutímum síðar stofnuðum við þessa hljómsveit,“ segir Jānis Pētersons, söngvari Citi Zēni við blaðamann Júrogarðsins. Hann segir fegurð íslensku náttúrunnar hafa verið innblástur að laginu Eat Your Salad.
„Við þurfum að hugsa vel um náttúruna, jafnvel þó það sé bara með litlu hlutunum sem við gerum. Við reyndum að gera mjög alvarleg skilaboð mjög skemmtileg og vonandi skilar það sér áleiðis,“ segja hljómsveitarmeðlimirnir en þeir eru allir grænmetisætur.
Viðtalið má sjá í heild sinni á Vísi hér fyrir neðan.