Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu hina nýju ríkisstjórn Íslands á blaðamannafundi í dag. Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður utanríkisráðherra og Inga Sæland félagsmálaráðherra.
Ráðherrar Samfylkingarinnar verða eftirfarandi:
Kristrún Frostadóttir verður forsætisráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson verður umhverfisráðherra.
Logi Már Einarsson verður menningar og nýsköpunarráðherra.
Alma Möller verður heilbrigðisráðherra.
Ráðherrar Viðreisnar verða eftirfarandi:
Hanna Katrín Friðriksson verður atvinnuvegaráðherra.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verður dómsmálaráðherra.
Daði Már Kristófersson verður fjármálaráðherra en hann er utan flokka á þingi en hefur verið varaþingmaður Viðreisnar frá 2020 og hefur fimm sinnum tekið sæti á þingi fyrir flokkinn.
Ráðherrar Flokks fólksins:
Inga Sæland verður húsnæðis og félagsmálaráðherra.
Eyjólfur Ármannsson verður samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður mennta- og barnamálaráðherra.
Kristrún sagði á fundinum að ríkisstjórn hennar muni taka á orkumálum. Flutningskerfi verði styrkt og orkunýting bætt. Þá verða leyfisveitingar aukreitis einfaldaðar. Áfram verður stuðst við rammaáætlun en þó verði ákveðnum verkefnum sett í forgang. Stefnir ríkisstjórnin á að Ísland verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.
Inga Sæland byrjaði á að þakka traustið sem Flokki fólksins var sýnt í síðustu kosningum.
„Við ætlum að láta verkin tala,“ sagði hún og bætir við að ríkisstjórnin muni taka stór skref í að útrýma fátækt.
„Við ætlum að stöðva allt sem heitir kjaragliðnun launa og lífeyris,“ sagði Inga. bætti hún við almannatryggingaþegar séu nú komnir að samningaborðinu.
Þá ætlar Inga að hætta almennt frítekjumark upp í 60 þúsund krónur og tryggja að aldurstengd örorkuuppbót verði ævilangt.
Aukreitis verður stofnaður hagsmundafulltrúi aldraðs fólks og bæta á grunnfærslu almannatrygginga. Þar að auki á að endurskoða á starfsgetumatið.
Þá hyggst ríkisstjórnin lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður það fólk styrkt til þátttöku í atvinnulífinu. Einnig verður lagst í átak í að kenna innflytjendum íslensku.
Inga sagði einnig að 48 daga strandveiðar verði tryggðar enda horfi landsbyggðin til ríkisstjórnarinnar og treysti henni til góðra hluta.
Að lokum sagði Inga að þarna sætu stoltar konur: „Hér erum við mjög stoltar konur“.
Þorgerður Katrín tók því næst til máls en hún undirstrikar að fyrst hafi verið fókusað á efnahagslegan stöðugleika í stjórnarmyndunarviðræðum.
Þá sagði hún að forgangsverkefni verðu að hagræða stjórnsýslu og sameina stofnanir og þá verður ráðuneytum fækkað um eitt.
„Ég vil taka það fram að við ætlum ekki að hækka tekjuskatta á fólk, við ætlum ekki að hækka skatta á lögaðila, við ætlum ekki að hækka fjármagnstekjuskatta og við ætlum ekki að hækka virðisaukaskatta á ferðaþjónustu,“ sagðiÞorgerður Katrín að lokum.