Steinunn Árnadóttir, organisti og baráttukona birti í fyrradag nýjar ljósmyndir af því sem hún kallar „Hryllingurinn í Höfða“ en á myndunum má sjá illa farið sauðfé frá bænum Höfða í Borgafirði.

Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
Steinunn hefur í gegnum tíðina verið ötul í að benda á slæmt ásigkomulag sauðfés frá bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hefur hún lengi gagnrýnt Matvælaeftirlitið sem og yfirvöld sveitarfélagsins, en hún segir slæma meðferð á fénu fara fram undir „vökulu eftirliti Matvælastofnunarinnar“.

Ljósmynd: Steinunn Árnadóttir
Færslu Steinunnar má lesa hér fyrir neðan:
„Framhaldssagan úr Hryllingnum: