Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Nýjar vendingar á Höfða: „Sveitarstjóri er genginn í lið með dýraníðingum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveitastjóri Borgarbyggðar sendi starfsmenn til að flytja kindur til eigenda sinna á Höfða í Borgarbyggð. Steinunn Árnadóttir segir sveitastjórann „genginn í lið með dýraníðingum.“

Í nýrri færslu á Facebook birti orgelleikarinn og hestakonan Steinunn Árnadóttir ljósmynd af starfsmanni Borgarbyggðar koma kind upp í bíl á vegum sveitarfélagsins. Nágrannar bændanna á Höfða höfðu veitt kindunum skjól og fæði undanfarna daga en fjöldi kinda er á hálfgerðum vergangi í sveitinni, þar á meðal nýborin lömb. Í færslunni segir Steinunn að kindurnar hafi verið á leið með kindurnar á Borgarnes þar sem afhenta átti sveitarstjóranum þær, þar sem ekki náðist í eigendur kindanna. Hins vegar hafi þá komið að bíll á vegum sveitarfélagsins með kerru og tekið kindurnar og flutt á Höfða. Spyr hún að lokum: „Mig vantar flutning á hryssu undir graðhest á morgun ágæti sveitarstjóri.

Er fleiri í röðinni?“

Færslan í heild sinni:

„Glænýjustu fréttir af Hryllingnum af höfða.

Sveitarstjóri er genginn í lið með dýraníðingum.
Kindurnar voru á leið í kaupstað þar sem ekki var náð í þær af eigendum sínum.
Kerrueigandinn var kominn í sparifötin á leið í Borgarnes. Birtist þá ekki þessi fíni trukkur á vegum Borgarbyggðar.
Starfsmaður áhaldahúss Borgarbyggðar ásamt aðstoðarmanni færðu kindurnar til eigenda.
Sem sé trukkur og kerra, 2 starfsmenn ásamt sveitarstjóra á símanum í vinnu hjá Hryllingnum á höfða.
Mig vantar flutning á hryssu undir graðhest á morgun ágæti sveitarstjóri.

Er fleiri í röðinni?“

Ekki náðist í Stefán Brodda Guðjónsson sveitarstjóra Borgarbyggðar við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -