Boðað hefur verið til blaðamannafundar.
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír hafa boðað til blaðamannafundar kl. 11:00 í fyrramálið. Má gera ráð fyrir að þar verði tilkynntar breytingar á ríkisstjórninni í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra í eftir að Umboðsmaður Alþingis skilaði áliti um að Bjarni hafi verið óhæfur til að sjá um sölu Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram í Eddu, húsi íslenskunnar.
Eftir fundinn munu svo ráðherrar ríkisstjórnarinnar halda til Bessastaða en kl. 14:00 hefur verið boðað til ríkisráðsfundar.
Margir telja að Bjarni Benediksson og Þordís Kolbrún Gylfadóttir muni skipta á stólum og svo hafa sumir sagt að mögulega muni Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson hafa stólaskipti.