Samkvæmt stjórnarráði Íslands hefur nýr ríkissaksóknari verið settur til að veita endurupptökudómi umsögn í máli Erlu Bolladóttur en hún hefur beiðið um endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli hennar.
Kemur fram á vef stjórnarráðsins að Guðbjarni Eggertsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LAGASTOÐAR lögfræðiþjónustu ehf. hafi nú verið settur ríkissaksóknari til að veita endurupptökudómi umsögn í máli nr. 8/2022 vegna beiðni Erlu Bolladóttur til endurupptöku á dómi Hæstaréttar í máli nr. 214/1974.
Dómsmálaráðuneyti barst erindi ríkissaksóknara, Sigríðar Friðjónsdóttur, í apríl, um vanhæfi hennar en hún hafði einnig verið vanhæf í máli endurupptökunefndar nr. 7/2014 sem átti rætur að rekja til sama máls. Þær vanhæfisástæður sem lágu þá til grundvallar eru enn til staðar og koma einnig í veg fyrir aðkomu hennar að máli þessu.