Laugardagur 7. september, 2024
11.6 C
Reykjavik

Nýr varðturn Dalslaugar kostar borgina tugi milljóna: „Staðsetning laugarvarða var óheppileg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Dalslaug í Úlfarsárdal, nýjustu sundlaug Reykjavíkur, en hún opnaði í lok ársins 2021 við mikla gleði sundáhugamanna.

Nokkuð óvenjulegt verður þó að teljast að svo miklar framkvæmdir standi yfir í svo nýrri sundlaug en þessi nýja bygging verður varðturn laugarvarða. „Það er verið að færa aðstöðu laugarvarða úr núverandi varðturni sem er staðsettur við hlið innilaugar út á sundlaugarbakkann,“ sagði Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, við Mannlíf um málið. Hófust framkvæmdirnar í apríl en seinkun varð á steypuvinnu og eru áætluð verklok ekki fyrr en í september.

Vilja auka yfirsýn

En af hverju var varðturninn ekki byggður á sama tíma og sundlaugin?

„Upphaflega var ákveðið að hafa ekki rennibrautir við þessa laug,“ sagði Eva um framkvæmdirnar. „Í framhaldi af íbúakosningu (Hverfið Mitt) þar sem kom fram einlægur áhugi á að fá upp rennibrautir þá var tekin ákvörðun um að stækka sundlaugarsvæðið og reisa þar nýjar brautir. Við þessa breytingu var ljóst að staðsetning laugarvarða var óheppileg og ekki þótti fullnægjandi að treysta eingöngu á myndavélaeftirlit með rennibrautunum, því var ákveðið að byggja nýjan varðturn við enda sundlaugarinnar til að auka yfirsýn laugarvarða og tryggja öryggi gesta.“

Þá er áætlað að kostnaður við byggingu á turninum muni verða 65 milljónir króna að sögn Evu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -