Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Nýtt skilti sett upp til höfuðs sóðabrókum í sundlaugum: „Vanvirðing við alla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi frá í fyrra byrjaði fyrir nokkrum árum sú tíska hjá ungum íslenskum karlmönnum á aldrinum 15 til 25 ára að mæta í nærbuxum í sundlaugar á Íslandi. Þeir klæða sig úr öllum fötum í klefanum nema nærbuxunum og fara í þeim í sturtu. Svo er farið í sund- eða stuttbuxur yfir nærbuxurnar en samkvæmt reglum flestra sundlauga á Íslandi er slíkt óheimilt.

„Ég hef verið að taka stöðuna á gæðum vatnsins. Það er alveg heilnæmt, ennþá, vatnið en þetta hefur mjög slæm áhrif, mjög hratt, á heilnæmi vatnsins. Við erum alltaf að benda á túristana og ég hef þá frekar viljað benda á það hvar grunnvandinn okkar heima fyrir liggur. Svo gengur „staffi“ illa að fá drengi til að fara eftir þessu,“ sagði Árni Jónsson, þáverandi forstöðumaður Laugardalslaugar, við Mannlíf um málið í fyrra.

„Með hverjum einstaklingi sem fer ekki í sturtu sem fer ofan í laugina er gert ráð fyrir um 1,4 grömm af skít komi í laugina. Þú getur ímyndað þér hvað mikill skítur er að koma með hverjum dreng sem kemur beint af æfingu þar sem svitinn hefur lekið niður bakið í rassaskoruna, sem hreinsast vel þarna í nærbuxurnar, og svo hreinsa þeir nærbuxurnar í heita pottinum,“ hélt Árni áfram.

„Mig langar svo að við náum að breyta okkar ungu drengjum í það að koma fram af kurteisi og virðingu. Þetta að mæta í nærbuxum í laug er vanvirðing við alla.“

Nú hefur Reykjavíkurborg ákveðið að bregðast við þessu vandamáli með stóru skilti í sundklefum lauga sinna til að minna á að það sé óheimilt að fara í nærbuxum í sturtu og í laugina sjálfa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -