Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Nýtt veirulyf til meðferðar Covid-sjúklinga á göngudeild Landspítalans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðasviðs spítalans segir frá því að unnið sé að því að fá veirulyfið Molnupiravir til meðferðar Covid-sjúklinga á göngudeild Landspítalans. Lyfið heldur aftur af fjölgun kórónuveiru í frumum líkamans.

Molnupiravir er hægt að gefa í töfluformi en sjúkrahúsið hefur áður notað Ronapreve og svo er annað lyf einnig væntanlegt sem heitir Sotrivimab. Þau síðarnefndu eru einstofna mótefnalyf sem hindra að veiran komist inn í frumurnar og þarf að gefa þau í æð.

Runólfur segir lyfin kosta mikið en mörg lyf séu í þróun gegn alvarlegum einkennum sjúkdómsins. Rannsóknir sýni að lyfin minnki tíðni sjúkrahúsinnlagna og dauðsfalla séu þau gefin snemma.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Runólfi að lyfin hafi gefið góða raun þegar meðferð hefst snemma eftir smit hjá fólki sem hætt er við að veikist alvarlega af COVID-19.

Það eigi við um óbólusetta með áhættuþætti og bólusetta sem til dæmis hafa alvarlega undirliggjandi sjúkdóma eða taka ónæmisbælandi lyf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -