Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Óánægja með ákvörðun Bjarna Benediktssonar: „Bara þægur, hlýðinn kjölturakki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Töluverð óánægja er með ákvörðun Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, að frysta greiðslur til Flóttamannahjálpar Palestínu. Noregur er eitt Norðurlanda sem heldur áfram greiðslum þangað.

Bjarni Benediktsson ákvað í gær að frysta greiðslum til Flóttamannahjálpar í Palestínu, og sagði það samræmast aðgerðum annarra Norðurlanda. Ástæðan er ásökun Ísraelsstjórnar á hendur 12 starfsmanna Flóttamannahjálparinnar en þeir eru sagðir hafa hjálpað Hamas-liðum í árásinni á Ísrael þann 7. október síðastliðinn, þar sem um 1.100 manns lét lífið. Noregur ákvað hins vegar, eitt Norðurlandanna, að halda greiðslum áfram.

Bandaríkjamenn ákváðu einnig að stöðva greiðslur til Flóttamannahjálparinnar, sem og nokkur lykilríki Sameinuðu þjóðanna. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur biðlað til þeirra ríkja að halda áfram greiðslum til samtakanna enda eigi ekki að refsa þeim þúsundum sem vinna fyrir þau, en níu af þeim 12 starfsmönnum sem ásakaðir eru um þátttöku í árásinni, hafa verið reknir, einn þeirra er látinn og ekki hefur fengist staðfest hverjir tveir eru.

Íslendingar hafa margir gagnrýnt ákvörðun Bjarna Benediktssonar en einn þeirra er rithöfundurinn og ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson sem skrifaði eftirfarandi færslu á X-inu í gær:

„Noregur heldur áfram að styðja mikilvægustu hjálparsamtökin á Gaza á meðan Bjarni Ben sýnir enn og aftur að hann er ekkert annað en aum, lítil strengjabrúða Bandaríkjanna. Enginn sjálfstæður vilji, hugsun eða gjörð. Ekkert hugrekki. Bara þægur, hlýðinn kjölturakki.“

Karen Kjartansdóttir, fyrrverandi fréttakona og blaðakona skrifaði einnig færslu á X-inu í gær og bendir á að aðeins 0,092 prósent starfsmanna Flóttamannahjálparinnar séu grunaðir um aðild að árásinni.

- Auglýsing -

„Ákvörðun um að frysta framlög til UNRWA er tekin sem vegna óstaðfestra ásakana gegn 12 af meira en 13.000 starfsmönnum UNRWA á Gaza, eða 0,092%. Ásakanir byggja á yfirheyrslum ísraelskra yfirvölda. Sömu yfirvalda og Alþjóðadómstóllinn telur að séu að fremja glæpi gegn mannkyni.“

Þá skrifaði Jón Trausti nokkur færslu á X-inu sem rímar við ofangreindar færslur:

„Ísland hefur aldrei verið með sjálfstæða utanríkisstefnu nema í smástund á tíunda áratugnum. Það að frysta fjárveitingar til flóttamannahjálpar Sameinuðuþjóðanna í miðju þjóðarmorði er í takt við það en á sama tíma úr takti við siðferði, gæsku og réttlæti. 100% heigulsháttur.“

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður er einnig mjög óánægður með ríkisstjórnina en hann skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook:

„Andstyggileg og grimmdarleg viðbrögð Íslands og fleiri landa við þeim fregnum (sem vel að merkja eru komnar frá Ísrael) um að tólf starfsmenn (af mörgum þúsundum) hjá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kunni að hafa gert brotlegir og hugsanlega átt þátt í óhæfuverkum. Yfirmenn flóttamannahjálparinnar bregðast strax við, einangra hina grunuðu starfsmenn og hefja rannsókn en Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður ingi ákveða að svipta flóttamannastofnunina þeim peningum sem nú ríður á að hún fái svo hægt sé að bjarga mannslífum á Gasa. Ég hef því miður oft skammast mín fyrir Sigurð Inga, Bjarna og Katrínu, en aldrei eins og núna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -