Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Óbólusettum bannað að koma á Grund: „Er þetta ekki klárt brot á lögum?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópurinn Lögfræðinördar er vettvangur fyrir áhugafólk um lögfræði til að deila þekkingu  um allt sem tengist lögfræði.

Í gær var borin fram spurning á þessa vegu: „Óbólusettir einstaklingar mega ekki koma á Hjúkrunarheimilið Grund. Er þetta ekki klárt brot á lögum? “ Með spurningunni fylgja eftirfarandi reglur úr stjórnarskránni að sögn þess sem spyr.

Ljóst er að skiptar skoðanir eru á þessu máli og vilja aðrir meina að: „þau séu ekki að segja það sé bannað. Þeir eru einfaldlega að biðja um að þeir sýni skilning og komi ekki.“

Annar fylgjandi hópsins segir að: „Það er svo sem eðlilegt að reyna að koma í veg fyrir að smit berist inn á elliheimilið og ég ætla ekki að gefa mér að þetta sé brot á 65. gr. stjórnarskrár, ef að bannað væri, enda er þetta almenn regla og auk þess er það á hvers mans færi að fá bólusetningu, eða undanþágu vegna heilsuvandamáls, en ekki verið að mismuna fólki útfrá stjórnmálaskoðun eða kynþætti eða trú eða eitthvað álíka. Það er ekki verið að mismuna vegna skoðana, heldur vegna þess að menn eru ekki bólusettir, sem er ekki innan orðanna í 65. gr. stjórnarskrár.

Þótt það sé skoðun einhvers að bólusetningar séu samsæri og skerði sæðisframleiðslu og allskonar þessháttar þá er sú skoðun ekki grundvöllur meintar mismununar hér, heldur bólusetningin(eða bólusetningarleysið) sjálf. Ekki frekar en að menn þurfa að hafa lágmarkssjón fyrir bílpróf, burtséð frá því hvort ég telji mig sjá ágætlega og það sé skoðun mín að ég sjái bara skítsæmilega og þurfi ekkert gleraugu, sem eru samsæri fundið upp af nefpúðaframleiðendum.

- Auglýsing -

Hins vegar, ef að þér er meinað um aðgang þá mætti e.t.v. byggja á því hvort að hérna sé brotið óskráð meðalhófsregla stjórnsýslunnar, þ.e. að gæta meðalhófs við setningu svona fyrirmæla. Það er nefnilega hægt að ná sömu niðurstöðu með minna íþyngjandi tilmælum, t.d. að fara fram á að menn geti sýnt fram á neikvætt og nýlegt PCR próf frekar en bólusetningu. Það yrði líka öruggari kostur en bólusetningarkrafa.

Annars sé ég ekki að verið sé að neita fólki um aðgengi, enda eru ekki neinir bólusetningarpassar til á Íslandi til að hægt sé að ganga úr skugga um það hvort menn séu bólusettir eður ei. Svo að ég myndi telja að þetta væri alveg 100% eins og er. Hérna eru bara á ferðinni blíðorðuð tilmæli sem er vonast til að fólk fylgi, eins og farið úr skónum í anddyrinu.“

Sá sem bar upp spurninguna í upphafi telur að umræðan sem skapast hefur undir færsluna vera mjög óáhugaverða. Hann segir:

- Auglýsing -

„Margir voru mjög barnalegir lögðu því að jöfnu að úthýsa óbólusettum gestum í anda Nasista við fólk sem gegnur inn á skítugum skónum inn á heimili fólks. Svona umræða dæmir sig sjálft.

Ég sjálfur er fullbólusettur en fannst þetta áhugavert frá mannréttindalegum sjónarhóli. Svo hefur gagnsemi bólusetningar ekki verið sönnuð með óyggjandi hætti og því er þetta erfitt mál að úthýsa fólki vegna þess eins að geta ekki tekið við bólusetningu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -