Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skarst í leikinn þegar óður einstaklingur vopnaður hníf ógnar dyravörum á skemmtistað í miðborginni í nótt. Ekki er vitað hvað honum gekk til en var hann yfirbugaður og brunað með hann beint í steininn, þar sem hann mun dúsa í þágu rannsóknar.
Litlu síðar barst tilkynning um líkamsárás í miðbænum. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið.
Lögreglunni í Kópavogi og Breiðholti barst tilkynning vegna slagsmála rétt rúmlega fjögur í nótt. Átökin áttu sér stað fyrir utan krá í hverfinu.
Hefðbundnu umferðaeftirliti var sinnt í nótt og var í það minnsta einn stöðvaður runaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Sá var einnig sviptur ökuréttindum. Laus eftir hefðbundið ferli.
Lögregla fjarlægði skráningarmerki af mörgum bifreiðum vegna skorts á tryggingum og skoðun/endurskoðun.