Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Óður maður á fjórhjóli ætlaði að keyra yfir hvolpa á Hólmsheiði – Réðst á Margréti sem tók myndband

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er bara drulluslegin eftir þetta,“ segir Margrét Kristjánsdóttir í samtali við Mannlíf en hálfóður maður á fjórhjóli keyrði næstum yfir tvo sjö mánaða hvolpa hennar á Hólmsheiði í gær. Maðurinn lét ekki þar við sitja heldur veitist einnig að henni þegar hún var að taka hann upp á myndband. Það myndband má sjá hér fyrir neðan.

Margrét birtir myndbandið á Facebook og lýsir atvikinu. „Þessi fáviti reyndi að keyra á hundana mína og annan hvolp á Hólmsheiðinni.  Manneskja sem var með mér steig fyrir hjólið og bauð honum að keyra frekar á sig en hundana. Hann gat ekki beðið eftir því að við gætum sett taumana á hundana, heldur flautaði og keyrði áfram. Fávitinn æsti sig mjög og heimtaði nafnið á manneskjunni, sem hún gaf fúslega og þá byrjaði ég að taka hann upp,“ skrifar Margrét.

Líkt og sjá má í myndbandinu, þá tók ökumaðurinn þessu illa. „Eins og sést þá stígur fávitinn af hjólinu, ógnar mér og rífur af mér símann og grýtir í jörðina. Okkur var öllum brugðið og ég kallaði til lögreglu, sem var fljót á staðinn. Við náðum númerinu á hjólinu en ef einhver þekkir þennan fávita má sá hinn sami senda mér skilaboð. Þessu má deila að vild,“ skrifar Margrét í gær.

Í samtali við Mannlíf segist hún enn í áfalli eftir lætin á Hólmsheiði  í gær. Göngufélagi hennar óttast að maðurinn muni hrella hana á ný, í ljós þess hve ólmur hann var að fá persónuupplýsingar hennar. Margrét segist hafa fengið þónokkur viðbrögð við færslunni. Í það minnsta tveir segjast hafa lent í þessum sama manni á Hólmsheiði. Aðrir hafa velt því upp hvort maðurinn sé einnig að keyra ólöglega utanvegar. Margrét segist vona að lögreglan taki málið föstum tökum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -