Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Ofbeldi í andlega heiminum: „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Selma Kröyer og Kolbeinn Sævarsson sögðu frá reynslu sinni af ofbeldi í andlega heiminum. Þau voru að leita að annarra lausna við sínum andlegu meinum. Í nýjasta Kompás þætti segja þau bæði frá kynnum sínum af manni sem þóttist vera hæfur leiðbeinandi til að stjórna kakóathöfnum, en reyndist svo vera ofbeldismaður í leit að athygli.

Selma var búin að vera edrú í nokkur ár þegar hún ákvað að skella sér og hafði góða reynslu af hugleiðsluhringjum og kakóathöfnum.

„Það er mjög mikið crossover inni á 12 sporafundum og inni i andlega heiminum. Það er stór hópur innan fundanna sem er mikið að sækjast í svona.. Jóga, hugleiðslu, kakó, svett,“ segir Selma.

Selma fylgdi alls kyns áhrifavöldum á Instagram og hreifst því sem þeir voru að gera. Og þar er sannarlega af nógu að taka. Hún sótti það sem kallast Kakó-retreat til eins þeirra, ásamt nokkuð stórum hópi fólks, sem varði yfir heila helgi.

- Auglýsing -

„Það var farið í náttúruferðir, rosa mikið verið að drekka kakó og borða veganmat, stunda jóga og hugleiðslur. Og svo átti maður að standa upp fyrir framan alla og segja frá einhverju djúpu leyndarmáli.“

„En þetta er ekki öruggt umhverfi, þó að manni gæti liðið þannig þá er það ekki. Það er enginn sem er hæfur til að grípa þig eða hjálpa þér í gegn um þetta. Leiðbeinendurnir voru bara tveir einstaklingar sem voru að setja sig í sæti leiðbeinanda og allir áttu að sækjast í að fylgja þeirra lífsstefnu,“ segir Selma.

„Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“

- Auglýsing -
Kolbeinn hefur slæma reynslu af sama manni. „Við vorum um 20 einstaklingar, og mikið af þeim nýkomnir úr meðferð og margir með vandamál, andleg vandamál, geðræn vandamál,“ segir Kolbeinn. „Þetta minnti mig á neysluumhverfi. Þetta var bara sjúkt.“

Eins og gerðist í kakó-helginni sem Selma fór í, þá var ætlast til þess í hópnum sem Kolbeinn var í að allir ættu að opna sig, tala um áföllin sín eða það sem fólki leið illa yfir. Sumir eiga mjög auðvelt með að tala um sín áföll, ég er ekki einn af þeim.“

Kolbeinn reyndi að láta vita af óánægju sinni og gagnrýndi aðferðir leiðbeinandans. „Hann tók þessu alls ekki vel. Sagði eitthvað um að þarna væru 19 einstaklingar sem fannst þetta allt í lagi. Svo var ég bara eitthvað einn að væla,“ segir Kolbeinn. „Svona menn sjá náttúrulega bara þjáninguna hjá fólki og að þeir geti grætt á því. Annað hvort fjárhagslega eða bara að með því að drottna yfir öðrum líður þeim eitthvað stærri.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -